Geimferjan Enterprise á Keflavíkurflugvelli

Líklega beindu flestir íbúar höfuðborgarinnar augum sínum til himins þann 19. maí 1983 þegar tilraunageimferjan Enterprise flaug lágflugi yfir borgina á leið sinni til Keflavíkurflugvallar með tilheyrandi sjónarspili og gríðarlegum hávaða. Þar millilenti hún á leið til Parísar þar sem til stóð að sýna hana á stórri flugsýningu. Koma geimferjunnar vakti mikla athygli og [...]