Horft yfir Keflavík frá Lyngholti
Þessi mynd er tekin árið 1974 frá svölunum á efri hæðinni á Lyngholti 5, þar sem ég ólst upp. Þarna sjást fremst húsin við Sunnubraut og fyrir miðju er Sýslumannsembættið þar sem pabbi vann í fleiri ár.
Þessi mynd er tekin árið 1974 frá svölunum á efri hæðinni á Lyngholti 5, þar sem ég ólst upp. Þarna sjást fremst húsin við Sunnubraut og fyrir miðju er Sýslumannsembættið þar sem pabbi vann í fleiri ár.
Mér til ómældrar gleði fann ég áður óséða myndbandsupptöku úr safni afa þegar ég fór gegnum það sem ég taldi eingöngu vera hljóðupptökur. Á henni eru auðvitað ómetanlegar minningar fyrir fjölskylduna en þar voru einnig upptökur frá sjómannadeginum og þjóðhátíðardeginum 1964. Hér birti ég upptökuna frá þjóðhátíðardeginum þar sem má meðal annars sjá Kristbjörgu [...]