Gleðjum lítil hjörtu um jólin

Árið 2013 fékk ég hugmynd. Hálf klikkaða hugmynd, en það hefur ekki stoppað mig áður svo ég leyfði mér að dvelja aðeins við hana. Ég var þá nýbúinn að lesa fréttir um hræðilegt ástand fjölmargra fjölskyldna á Suðurnesjum sem lifa við sára fátækt og mér varð hugsað til barnanna. Þeirra sem jólasveinarnir sneiða hjá [...]