Sergei Prokofiev

2018-01-01T18:59:18+00:00

Rússneska tónskáldið og píanóleikarinn Sergei Prokofiev fæddist árið 1891 í Sontsovka, sem er lítið þorp í Úkraínu. Það var ljóst snemma á ævi hans að hann bjó yfir miklum tónlistarhæfileikum. Móðir hans, sem var góður píanóleikari, hvatti hann áfram og kenndi honum að leika á píanó. Sergei byrjaði að semja tónlist þegar hann var [...]

Wolfgang Amadeus Mozart

2018-01-01T19:01:19+00:00

Wolfgang Amadeus Mozart fæddist árið 1756 í borg sem nú heitir Salzburg í Austurríki. Faðir Wolfgangs hét Leopold Mozart og var kórstjóri, tónskáld og reyndur kennari. Þegar stóra systir Wolfgangs, María Anna, var sjö ára byrjaði hún að læra á píanó hjá föður sínum meðan þriggja ára gamall Wolfgang horfði heillaður á. Þegar Wolfgang [...]

Jórunn Viðar

2018-01-01T17:06:33+00:00

Jórunn Viðar fæddist í Reykjavík 7. desember 1918. Hún varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937. Sama ár sigldi hún til Þýskalands, þar sem hún nam tónsmiðar við Tónlistarakademíuna í Berlín í tvo vetur, en sneri heim til Íslands í júlímánuði 1939. Árin 1943-1946 dvöldu Jórunn og Lárus eiginmaður hennar með syni sínum í [...]

John Williams

2017-11-16T21:25:34+00:00

John Towner Williams (f. 8. febrúar 1932) er eitt þekktasta kvikmyndatónskáld sögunnar. Hann hefur verið tilnefndur til 45 Óskarsverðlauna sem eru fleiri tilnefningar en nokkur annar hefur fengið að undanskildum Walt Disney. Hann hefur fengið 5 Óskarsverðlaun, fyrir myndirnar Fiddler On the Roof (1971), Jaws (1975), Star Wars IV: A New Hope (1977), E.T. [...]

Edvard Grieg

2017-11-16T21:23:33+00:00

Edvard Grieg fæddist í Bergen í Noregi 15. júní árið 1843. Meðan Grieg lifði barðist Noregur fyrir sjálfstæði sínu og það var tónlist Grieg sem efldi sjálfsmynd Norðmanna. Fyrir það er hann álitinn hetja í Noregi. Mörg af lögum hans innihalda norsk þjóðlög og draga upp tónlistarmyndir af fallegu landslagi Noregs. Fyrstu tónlistartímar Edvards [...]

Ludwig van Beethoven

2017-11-16T21:22:24+00:00

Ludwig van Beethoven fæddist í Bonn í Þýskalandi árið 1770. Hann var sonur hjónanna Johann van Beethoven og Maria Magdalena Keverich. Ekki er vitað nákvæmlega hvenær Ludwig fæddist en foreldrar hans héldu upp á afmælið hans 16. desember. Pabbi Ludwigs þjálfaði hann í hljóðfæraleik og var grimmur kennari. Hann bað seinna vin sinn, Tobias [...]

Johann Sebastian Bach

2017-11-16T21:21:03+00:00

Johann Sebastian Bach fæddist í Eisenach í Þýskalandi árið 1685. Faðir hans kenndi honum að leika á fiðlu og harpsikord. Föðurbræður hans voru allir tónlistarmenn og störfuðu sem kirkjuorganistar og tónlistarmenn við hirðir aðalsfólks. Einn frænda hans, Johann Cristoph Bach, kynnti hann fyrir listinni að leika á orgel. Árið 1707 kvæntist Bach frænku sinni, [...]

Anna S. Þorvaldsdóttir

2017-11-16T21:19:38+00:00

Anna (f. 1977) lærði sellóleik við Tónlistarskóla Borgarfjarðar og Tónskóla Sigursveins. Hún lauk námi í tónsmíðum við Listaháskóla Íslands 2004 og doktorsprófi frá Kaliforníuháskóla í San Diego. Verk Önnu eru flutt víða um heim og hafa einnig verið hljóðrituð. Hún hefur hlotið margs konar viðurkenningar fyrir verk sín, meðal annars tónskáldaverðlaun Norðurlandaráðs 2012 fyrir [...]

Atli Heimir Sveinsson

2017-11-16T21:26:59+00:00

Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september árið 1938. Atli er í hópi kunnustu tónskálda Íslands, og er þekktastur fyrir tónlist sem hann hefur samið fyrir leikrit. Hann fékk Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir „Konsert fyrir flautu og hljómsveit“ sem hann samdi fyrir kanadíska flautuleikarann Robert Aitken. Hann fór snemma að fást við tónlist og byrjaði [...]

Go to Top