Project Description

Johann Sebastian Bach fæddist í Eisenach í Þýskalandi árið 1685. Faðir hans kenndi honum að leika á fiðlu og harpsikord. Föðurbræður hans voru allir tónlistarmenn og störfuðu sem kirkjuorganistar og tónlistarmenn við hirðir aðalsfólks. Einn frænda hans, Johann Cristoph Bach, kynnti hann fyrir listinni að leika á orgel.

Árið 1707 kvæntist Bach frænku sinni, Maríu Barböru Bach. Þau eignuðust sjö börn. Árið 1720 dó María og Bach kvæntist Önnu Magdalenu Wilcke árið 1721. Bach eignaðist 13 börn til viðbótar með Önnu og átti því alls tuttugu börn.

Árið 1723 gerðist hann kórstjórnandi, organisti og tónskáld í kirkju heilags Tómasar í Leipzig í Þýskalandi og gegndi þeirri stöðu til æviloka.

Meðal frægustu verka Bach eru Aría á G-streng og Toccata og fúga í d-moll. Hann lést árið 1750, en þegar hann lifði var hann ekki metinn að verðleikum. Í dag er Bach álitinn meðal áhrifamestu tónskálda allra tíma.

Tóndæmi