Project Description

Atli Heimir Sveinsson fæddist í Reykjavík 21. september árið 1938. Atli er í hópi kunnustu tónskálda Íslands, og er þekktastur fyrir tónlist sem hann hefur samið fyrir leikrit. Hann fékk Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs árið 1976 fyrir „Konsert fyrir flautu og hljómsveit“ sem hann samdi fyrir kanadíska flautuleikarann Robert Aitken.

Hann fór snemma að fást við tónlist og byrjaði að læra á píanó þegar hann var 10 ára og stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann hjá Rögnvaldi Sigurjónssyni, lauk stúdentsprófi frá MR 1958, prófi í forspjallsvísindum við HÍ 1959, lauk lokaprófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule fúr Musik í Köln 1963, nam raftónlist við Raftónverið í Bilthoven í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse fiir neue Musik 1965.

Atli var á sínum tíma eina íslenska tónskáldið sem numið hafði raftónlist við háskóla sérstaklega. Síðan hann lauk tónlistarnámi sinu hefur hann starfað sem tónskáld og tónlistarmaður í Reykjavik.

Atli var tónlistarkennari við MR 1968-77 og hefur verið tónlistarkennari í tónsmíðum og tónfræðum við Tónlistarskólann í Reykjavík frá 1977. Þá hefur hann annast tónlistarþætti fyrir Ríkisútvarpið öðru hverju um árabil frá 1971.

Tóndæmi