Lítil hjörtu

Lítil hjörtu eru samtök með það markmið að gleðja börn í efnalitlum fjölskyldum á jólum og öðrum tyllidögum með því að gefa þeim gjafir og annað sem færir þau nær því að standa jafnfætis jafnöldrum sínum í hátíðarhöldunum.
​Þessu markmiði náum við með því að sameina einstaklinga, fyrirtæki og góðgerðarsamtök í samstilltu átaki. Með peningum sem fyrirtæki og einstaklingar færa samtökunum verslum við jólagjafir og glaðninga hjá verlslunum sem styrkja okkur með ríkulegum afslætti sem hámarkar nýtingu peninganna. Með hjálp Velferðarsjóðs Suðurnesja og Hjálpræðishersins náum svo við til þeirra sem búa við sárasta þörf.
​​Síðan árið 2013 hafa safnast yfir 1.500.000 krónur sem nýst hafa til að létta hátíðirnar hjá börnum í um 200 efnalitlum fjölskyldum.
​Nú þegar jólin 2017 ganga í garð búa þúsundir barna á Íslandi við efnislegan skort. Því er þörfin engu minni en undanfarin ár og við blásum á ný til söfnunar.

Þú getur hjálpað með því að leggja inn á reikning 0542-14-405515 með kennitölu 511116-1550.

Söfnunarreikningur:
0542-14-405515

Kennitala:
511116-1550