Innlegg í umræðu hvers tíma

Saga af leigumarkaðnum

“Þau voru alltaf veik. Ekki flensa, heldur endalausar sýkingar í ennisholunum, hitavella og slím. Alltaf endalaust veikindavesen.” Hjónin skildu hvorki upp né niður í því hvernig stóð á endalausum veikindum barna þeirra þar til þeim var bent á að athuga hvort mygla gæti verið valdurinn. Þau höfðu samband við fagaðila sem mætti á svæðið, [...]

By |2017-10-31T22:01:08+00:002017-07-27|Categories: Umræðan|0 Comments

Gulli og Ove

Guðlaugur H. Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar svaraði mér á Facebook fyrr í kvöld en ég get ekki annað en svarað honum hér því hann blokkaði mig á Facebook þegar ég gerði grín að honum fyrir að haga sér eins og klappstýra meirihlutans í síðustu kosningum. Ég byggi því svör mín á skjáskotum sem [...]

By |2020-12-27T14:09:56+00:002017-01-30|Categories: Umræðan|Tags: , , |Comments Off on Gulli og Ove

Djöfulsins snillingar byggja blokk

Um þessar mundir auglýsir Reykjanesbær eftir athugasemdum varðandi breytingu á deiliskipulagi sem gerir eigendum lóðarinnar Hafnargötu 12 kleift að byggja þar 77 íbúða fjölbýlishús. Um þessar mundir gengur undirskriftarlisti á netinu þar sem fólk mótmælir fyrirhuguðum framkvæmdum en það er hætt við því að það hafi lítið að segja. Þegar umhverfissviði Reykjanesbæjar berast samhljóða athugasemdir [...]

By |2020-12-27T14:10:03+00:002017-01-28|Categories: Umræðan|Tags: , |Comments Off on Djöfulsins snillingar byggja blokk

Lesskilningstextinn alræmdi yfirfarinn af kennara

Í kjöfarið á umræðu dagsins um lesskilningstexta Menntamálastofnunar prentaði ég út einn texta af vefsíðu stofnunarinnar og fór yfir hann eins og hvert annað skólaverkefni. Það var skemmtilegt.

By |2020-12-27T14:10:21+00:002016-12-09|Categories: Umræðan|Comments Off on Lesskilningstextinn alræmdi yfirfarinn af kennara

Nautaskítur Menntamálastofnunar

Í kjölfarið á því að PISA-prófið komst í hámæli fór fólk að veita því athygli að textar sem Menntamálastofnun birtir sem dæmi um lesskilningsverkefni á vefsíðu sinni eru vægast sagt óvandaðir. Nei, óvandað er ekki rétta orðið. Drasl - það er betra orð. Textarnir eru algjört og ömurlegt drasl. Þeir eru skrifaðir af ótrúlegri vanþekkingu [...]

By |2020-12-27T14:10:28+00:002016-09-13|Categories: Umræðan|Tags: |Comments Off on Nautaskítur Menntamálastofnunar

Strendurnar í Ríó og Reykjanesbæ

Ég hef verið að lesa fréttir frá Ólympíuleikunum í Ríó undanfarið og hef, eins og líklega flestir, algjöran viðbjóð á því hvers konar aðstæðum keppnin er haldin í. Fyrir utan glæpina, mannréttindabrotin og subbulega aðstöðuna er það þannig að sjórinn við Ríó er svo kyrfilega mengaður af sorpi og mannasaur að það er beinlínis hættulegt [...]

By |2020-12-27T14:10:37+00:002016-08-04|Categories: Umræðan|Tags: , , |Comments Off on Strendurnar í Ríó og Reykjanesbæ

Súru eplin í Reykjanesbæ

Atli Már Gylfason skrifaði um daginn grein sem lýsti mörgu því sem ergir íbúa Reykjanesbæjar, enda hafa þeir verið duglegir að dreifa henni á samfélagsmiðlum undanfarið. Í greininni, sem ég hvet ykkur til að lesa, fer hann meðal annars yfir það fádæma klúður sem stóriðjuverkefnin í Helguvík hafa verið. Íbúar Reykjanesbæjar voru enn eina ferðina [...]

By |2020-12-27T14:10:50+00:002016-08-03|Categories: Umræðan|Tags: , , , |Comments Off on Súru eplin í Reykjanesbæ

Gamlinginn í matvörubúðinni

Stundum gengur um Facebook saga af manneskju í matvörubúð sem var atyrt fyrir að nota ekki pappírspoka og upphóf þá reiðilestur yfir því hvernig yngri kynslóðin er miklu verri en sú eldri í umhverfismálum. Þið vitið... svona týpískt heimsósómaraus. Enda birtist þetta yfirleitt hjá feisbúkkurum yfir ákveðnum aldri og þá með skilaboðum um að þetta [...]

By |2020-12-27T14:11:05+00:002016-07-07|Categories: Umræðan|Tags: |Comments Off on Gamlinginn í matvörubúðinni

Þú átt rétt á upplýsingum frá sveitarfélögum

Meðan ég bíð eftir því að Reykjanesbær svari erindi mínu varðandi tilboðsumleitanir þeirra vegna vefsíðumála ætla ég að deila með ykkur fróðleiksmola varðandi upplýsingar frá sveitarfélögum. Sveitarfélög, líkt og allir opinberir aðilar, starfa eftir ýmsum lögum og meðal þeirra eru lög nr. 140 frá árinu 2012, betur þekkt sem Upplýsingalög. Þessi lög setja opinberum aðilum [...]

By |2020-12-27T14:11:11+00:002016-06-29|Categories: Umræðan|Tags: , , |Comments Off on Þú átt rétt á upplýsingum frá sveitarfélögum

Falleinkunn fyrir forgangsröðun

Forgangsröðun hefur aldrei verið sterka hlið Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ. Í síðasta tölublaði óopinbers flokksblaðs þeirra, Víkurfréttum, birtist þessi sérstaka frétt um marmarakúlu sem dagaði uppi í þjónustumiðstöð bæjarins á Fitjum, en hún var upphaflega keypt í ráðhús sem aldrei var byggt. Þetta er pínulítið fyndið, en þetta er samt hrollvekjandi áminning um hve sturlaða stjórnmálamenn íbúar [...]

By |2020-12-27T14:11:18+00:002016-04-30|Categories: Umræðan|Tags: , , |Comments Off on Falleinkunn fyrir forgangsröðun
Go to Top