Það er margt áhugavert sem internetið hefur upp á að bjóða. Eitt af því eru þessar myndir eftir innanhússhönnuðinn Iñaki Aliste Lizarralde, sem hefur teiknað upp íbúðir þekktra þáttaraða og kvikmynda. Iñaki er með prentútgáfur af myndunum til sölu á RedBubble, Etsy og DeviantArt. Íbúð Frasier Crane í þáttaröðunum Frasier. Íbúðir vinanna í Friends. Jarðhæðin í húsi Simpson fjölskyldunnar. Önnur hæð í húsi Simpson fjölskyldunnar. Íbúð Jerry Seinfeld úr Seinfeld þáttunum. Íbúð Sheldon og Leonard úr The Big Bang Theory þáttunum. Íbúð Penny úr The Big Bang Theory þáttunum. Íbúð Ted Mosby úr How I Met Your Mother þáttunum. Hægt er að fara á Tumblr síðu Iñaki til að sjá fleiri myndir, meðal annars af heimilum Dexter Morgan, Will Truman og Charlie Harper.
Kommentarerna är stängda.
|
Styrmir Barkarson er kennari að mennt, móðurmálskennari í Lundi, fjölskyldufaðir og uppátækjasamur sveimhugi.
Sarpurinn
Juli 2017
|