Í kjölfarið á því að PISA-prófið komst í hámæli fór fólk að veita því athygli að textar sem Menntamálastofnun birtir sem dæmi um lesskilningsverkefni á vefsíðu sinni eru vægast sagt óvandaðir. Nei, óvandað er ekki rétta orðið. Drasl - það er betra orð. Textarnir eru algjört og ömurlegt drasl. Þeir eru skrifaðir af ótrúlegri vanþekkingu á íslensku máli, uppfullir af beinþýddum frösum úr ensku og virðast settir saman af áköfum greinarmerkjapervert. Þar var að finna gullkorn eins og þetta: Frá tíma til tíma skreið það eftir lækjarfarveginum og skurðum og hellti sér yfir lág svæði. Og þetta: Hún gat losað sig við köttinn á meðan að ljósið héngi ennþá í regninu. Viðbrögð Menntámalstofnunar voru að senda út fréttatilkynningu með yfirskriftinni „Falskar fréttir um texta í PISA“: Það er ágætt að benda fólki á þá staðreynd að textinn er ekki úr prófinu árið 2015 en ég hef nokkrar athugasemdir varðandi ALLT annað sem þau halda fram.
Í ljósi þessa ætla ég að - eins og þýðendur Menntamálastofnunar myndu orða það - kalla nautaskít!
Kommentarerna är stängda.
|
Styrmir Barkarson er kennari að mennt, móðurmálskennari í Lundi, fjölskyldufaðir og uppátækjasamur sveimhugi.
Sarpurinn
Juli 2017
|