styrmir.net
  • Forsíða
  • Bloggið
  • Kennsluefni
    • Tölvuleikir
    • Tónskáld >
      • Anna S. Þorvaldsdóttir
      • Atli Heimir Sveinsson
      • Bach
      • Beethoven
      • Grieg
      • John Williams
      • Jórunn Viðar
      • Mozart
      • Prokofiev
    • Hljóðfærin
    • Raddgerðir
  • Spurningakeppnir
  • Verslun

Bloggið

Stundum alvarlegt. Yfirleitt ekki.

Nautaskítur Menntamálastofnunar

13/9/2016

 
Í kjölfarið á því að PISA-prófið komst í hámæli fór fólk að veita því athygli að textar sem Menntamálastofnun birtir sem dæmi um lesskilningsverkefni á vefsíðu sinni eru vægast sagt óvandaðir. Nei, óvandað er ekki rétta orðið. Drasl - það er betra orð. Textarnir eru algjört og ömurlegt drasl. Þeir eru skrifaðir af ótrúlegri vanþekkingu á íslensku máli, uppfullir af beinþýddum frösum úr ensku og virðast settir saman af áköfum greinarmerkjapervert. Þar var að finna gullkorn eins og þetta:
Frá tíma til tíma skreið það eftir lækjarfarveginum og skurðum og hellti sér yfir lág svæði.
Og þetta:
Hún gat losað sig við köttinn á meðan að ljósið héngi ennþá í regninu.
​Viðbrögð Menntámalstofnunar voru að senda út fréttatilkynningu með yfirskriftinni ​„Falskar fréttir um texta í PISA​“:
Picture
Það er ágætt að benda fólki á þá staðreynd að textinn er ekki úr prófinu árið 2015 en ég hef nokkrar athugasemdir varðandi ALLT annað sem þau halda fram.
  1. Jú, textinn er úr dæmahefti en í formála þess stendur að þar sé að finna „safn prófspurninga sem voru samdar fyrir PISA prófið árin 2000, 2003 og 2006.“
  2. Í enskri útgáfu viðlíka skjals stendur að spurningarnar séu úr prófum frá 2000 og 2009. Þar er t.d. að finna texta sem heitir „The gift“ og er í íslenska skjalinu titlaður „Gjöfin“.
  3. „Gjöfin“ er einmitt textinn sem gengur nú manna á milli í ömurlegri þýðingu Menntamálastofnunar. Látum það liggja milli hluta áður en við færum okkur að næsta punkti hvort það hafi verið í prófinu eða ekki. Stofnunin gefur þennan texta samt út sem dæmi um próftexta. Einhver á skrifstofunni setti saman þetta skjal, leit yfir textann og hugsaði: „Þetta er fínt dæmi til að sýna hvernig við vinnum.“
  4. En... Í tilkynningu Menntamálastofnunar eru því haldið fram að illa þýdd verkefni rati auðvitað ekki í prófið. Þar með er ýjað að því að rusltextinn „Gjöfin“ hafi ekki verið á prófi. Afast í þessu sama skjali Menntamálastofnunar er að finna töflu sem sýnir hlutfall réttra svara í PISA 2000, flokkað eftir löndum og spurningatextum. Ooooog vitið þið hvaða texti er þar?
Picture
Í ljósi þessa ætla ég að - eins og þýðendur Menntamálastofnunar myndu orða það - kalla nautaskít!
Picture

Kommentarerna är stängda.
    Picture
    Styrmir Barkarson er kennari að mennt, móðurmálskennari í Lundi, fjölskyldufaðir og uppátækjasamur sveimhugi.

    Sarpurinn

    Juli 2017
    April 2017
    Februari 2017
    Januari 2017
    December 2016
    November 2016
    Oktober 2016
    September 2016
    Augusti 2016
    Juli 2016
    Juni 2016
    Maj 2016
    April 2016
    Mars 2016
    Februari 2016
    Januari 2016
    Augusti 2015
    Maj 2015
    Mars 2015
    Februari 2015
    Januari 2015
    September 2014

    RSS-flöde

    Hafðu samband

    Vinsamlega skrifaðu fullt nafn.
Senda
  • Forsíða
  • Bloggið
  • Kennsluefni
    • Tölvuleikir
    • Tónskáld >
      • Anna S. Þorvaldsdóttir
      • Atli Heimir Sveinsson
      • Bach
      • Beethoven
      • Grieg
      • John Williams
      • Jórunn Viðar
      • Mozart
      • Prokofiev
    • Hljóðfærin
    • Raddgerðir
  • Spurningakeppnir
  • Verslun
✕